Það þarf að skrifa tveggja stafa tölu sem lykilorð til að geta skrifað í gestabókina.
Talan er sá dagur í sjötta mánuði 1944 sem Ísland lýsti yfir sjálfstæði.
Nafn og póstfang skal undantekningarlaust vera með, annars verður innlegginu eytt.

Lykilorð:
Nafn:     E-postfang:


Í gestabókina má skrifa hverskonar kveðjur og skilaboð, það má gjarnan nota gestabókina sem miðil "smáauglýsinga"
Atvinnurekendur, söluaðilar, umboðsmenn og aðrir en einkaaðilar skulu hafa samband við félagið vegna birtinga auglýsinga.
Verði ekki farið eftir þessum reglum verður innleggið fjarlægt.
Joi  -  17/6 - 2013
Bestu þakkir fyrir góða helgi í Almstok, eins og alltaf mjög gamann og ánægjulegt.
Joi
 
Inga  -  17/6 - 2013
Hæ:)
Takk fyrir góda 17. júní hátíd! Skrúdganga og leikir og fljúgandi tjald og hoppe-pool og gódar veitingar og söngur vid bálid... alveg ædi:)
Stefnum ad ad koma aftur á næsta ári,
Inga og co.
Inga
 
Eiríkur S. Aðalsteinsson  -  17/6 - 2013
Takk fyrir ánægjulega daga sem við áttum með ykkur á Íslendingahátíð 2013. Við vorum á fjórum húsbílum á endasprettinum eftir nokkura vikna ferðalag um Þýskaland og Danmörku. Þrátt fyrir skin og skúrir skemmtum við okkur konungklega.
Fyrir hönd íbúa Letibæjar, Eiríkur.
Eiríkur S. Aðalsteinsson
 
Inga  -  10/6 - 2013
Hæ! Hlakkar til að koma á 17.júní hátíð með börnin(og manninn;))
Við ætlum að vera með flottasta borðið!
Inga J. og co
Inga
 
Árný Birna  -  10/1 - 2013
Gleðilegt ár ístré og þökk fyrir allt gamalt og gott.
Gaman að sjá dugnaðinn í félagslífi félagsins.
Bestu óskir um rífandi framgang á nýárinu.
Árný Birna
Árný Birna
 
Jói, Fjóla og Lilja  -  19/6 - 2012
Þökkum ykkur öllum fyrir ánægjulega helgi í Almstok.
Jói, Fjóla og Lilja
 
Sigga  -  18/6 - 2012
Ég vil byrja á að þakka stjórn Íslendingafélagsins fyrir óeigingjarnt starf. Það þarf vilja og þrek til að geta haldið uppi litlu þjóðhátiðinni okkar í Almstok. Henrik og frú fá líka þakkir fyrir sinn hlut. Þessi þjóðhátíðar helgi var frábær í alla staði, skemmtilegt fólk og góður matur. Takk fyrir mig :)
Sigga
 
gunnar  -  17/6 - 2012
Fyrir hönd stjórnar vil ég þakka fyrir frábæran 17.júni fagnað.Við þökkum henrik og frú fyrir aðstöðuna sem er hreint út sagt frábær og vonum að fólk hafi notið þess að vera samman.Gaman að fólkkomi frá öðrum löndum til að vera á þessari hátíð.Þrátt fyrir rigningu,sólskinn og flugnabit var þetta frábær hátið kv Gunnar
gunnar
 
Árný Birna  -  13/6 - 2012
Gott að frétta að fólk láti ekki bitvarginn stöðva sig í að fagna sjálfstæðinu og Þjóðhátíð í Almstok verði viðhaldið af hraustum mönnum og konum. Kveðjur til þjóðhátíðargesta og gestgjafa í Almstok, frá sólskinsbökuðum, albjörtum Íslanströndum. Birna
Árný Birna
 
Tinni  -  5/5 - 2012
Hæ félagar vid erum hjón sem búa í Haderslev 53 ára gømul ,høfum verid hér frá árinu 2000,vid viljum gjarna komast í kynni vid íslendinga á tessu svædi,vid tekkjum afar fáa íslendinga hér.Vid vonum ad tad finnist íslendingar á tessu svædi sem vilja vera í sambandi vi okkur. okkar adresse er tinnikr@yahoo.com. Kvedja Tinni og Nina.
Tinni
 
Herdis Hallgrimsdottir  -  20/4 - 2012
Er einhver sem getur passað Pomeranien tík, frá 21.06 til 6. 07 . eða í 16 daga.á meðan við erum á Íslandi. Bella er 9 ára. mjög blíð og góð. síminn hjá okkur er 76 87 07 47. Dísa og Guðni
Herdis Hallgrimsdottir
 
Árni Garðarsson  -  14/2 - 2012
Sælir félagar.
Okkur langar að athuga hvort einhver sé á leiðinni til Íslands í sumar og hafi áhuga á að skipta við okkur á húsnæði og jafnvel bíl í sumar. Við búum í sérbýli í miðbæ Hafnarfjarðar.
Planið er að vera í DK frá ca. 5.júlí til 16.ágúst og heimsækja vini og ættingja.
Ef einhver hefur áhuga á svona skiptum, þó ekki væri nema hluta tímabilsins, þá hafið vinsamlega samband á maili (arnijg@gmail.com).
Með fyrirfram þökk.
Árni og Hildigunnur (fyrrum Vejle búar)
Árni Garðarsson
 
Anna Rún Halldórsdóttir  -  18/1 - 2012
Til hamingju med nyju heimasiduna. Frabært hja tér Jói ;O)
Anna Rún Halldórsdóttir
 
Webmaster  -  18/1 - 2012
Eins og þið hafið væntanlega tekið eftir er heimasíðan nú komin í nýjann búning.

Þetta er alveg ný útgáfa af síðunni en líkist þeirri gömlu að sumu leiti.

Það er von mín að þessar breytingar á síðunni verði til þess að gera hana þægilegri í notkun fyrir okkur öll.

Ef ykkur finnst eitthvað vera athugavert eða ekki virka eins og skyldi, þá þætti mér vænt um að þið hefðuð samband við mig og verður því þá kippt í lag.

Ef þið farið inn á síðuna "Félagið" þá er hægt að senda skilaboð beint á mig með því að velja "Webmaster" sem móttakanda á skilaboðaforminu..
Webmaster
 
Árný Birna Hilmarsdóttir  -  5/12 - 2011
Alltaf gaman að sjá hversu athafnasamir Íslendingarnir í Kaldangri og nágrenni eru, enda mikið af góðu fólki lagt félaginu hönd á plóginn í áranna rás. Héðan frá snæviþöktu harðfreðnu Fróni sendi ég núverandi og fyrrverandi félögum innilegar óskir um gleðileg jól með þökk fyrir liðin ár. Gangi ýkkur allt í haginn. Árný Birna
Árný Birna Hilmarsdóttir
 
Dagbjört Ósk  -  25/9 - 2011
Takk kærlega fyrir skemmtilegan aðalfund í dag í faðmi geitabændanna;o)
Dagbjört Ósk
 
marta maria sveinsdottir  -  15/8 - 2011
Eg ætlaði að vita hvort einhver gæti bent mer á leigu ibúð eitt herbergi wc og elhús aðstæðu.Strákurinn minn er að fara i skóla i Kolding sem byrjar 29águst og það er ekki hlaupið að þvi að fá leigt:)kveðja Marta
marta maria sveinsdottir
 
Daniela  -  5/6 - 2011
Var ad spå hvort einhver vissi um ferd fra islandi til dk, med pláss fyrir lítinn sófa i gám?

daniela-karen@hotmail.com
Daniela
 
Sigrún Reynisdóttir  -  14/4 - 2011
Óskum eftir lítilli íbúð til leigu í sumar helst frá byrjun júní og til ágúst. Erum að flytja til Danmerkur og vantar millilendingu áður en við flytjum í okkar húsnæði. Áhugasamir hafi samband á netfangið: sigrunreyn@gmail.com
Sigrún Reynisdóttir
 
Magga  -  25/12 - 2010
Við sendum ykkur bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Kv Magga, Gunni og fjölskylda
Magga
 
Jói og Fjóla  -  22/12 - 2010
Við sendum ykkur öllum okkar bestu jóla og nýárskveðjur um leið og við þökkum fyrir margar ánægjulegar stundir á árinu sem er að líða.

Jói og Fjóla, Tarm
Jói og Fjóla
 
Ásdís Björk  -  26/11 - 2010
Sæl getið þið sagt mér hvort það sé erfitt að fá vinnu sem bifvélavirki á þessu svæði, við erum hjón sem erum að spá í flutningi út á þetta svæði og ætlum að koma í byjun janúar til að skoða.
Ásdís Björk
 
Sigurgeir  -  19/11 - 2010
Ég er að byrja í skóla í Kolding í Janúar 2011.
Ég er að leita að íbúð, helst 2ja herbergja.
Er búinn að skrá mig á biðlista hjá KUA.
Datt í hug að spurja hér ef einhver vissi um eitthvað.. :)
Sigurgeir
 
Brynhildur Jóhannsdóttir  -  19/10 - 2010
Sæl er einhver sem getur aðstoðað við atvinnuleit á þessu svæði??
Ef einhvern vantar duglegan starfskraft þá er maðurinn minn hörkuduglegur smiður og talar flytende norsk, svo tungumál er ekki vandamál.(unnið 9ár i norge)
Vinnur eins og er hjá securitas og er svoleiðis vinna einnig áhugaverð.
vantar einnig tengla að vinnumiðlun og leigumiðlun á svæðinu.
Vona að einhver þarna úti geti aðstoðað okkur :)
Brynhildur Jóhannsdóttir
 
Anna Rún Halldórsdóttir  -  24/8 - 2010
Til sølu... stækkanlegt barnarum ur ikea og trofast hillusamstæda einnig ur ikea. Med hillusamstædunni fylgja kassar. Tharf ad losna vid thetta sem fyrst..
Kvedja
Anna Rún s. 31 39 19 91
Anna Rún Halldórsdóttir
 
gunnar  -  7/8 - 2010
var að koma fra þvi að spila fotbolta var rosalega gaman sn það vantar fleiri. svo ef það er einhver sem er að hugsa um að vera með endilega hættu að hugsa og mættu. það væri gaman að eiga i lið a klakamotið, sem verður haldið i lundi i sviþjoð. erum bunir að flytja okkur um völl erum að spila við vanel skola kl 11 a laugardagsmorgnum ca til kl 13. ENDILEGA AÐ MÆTA OG HAFA GAMAN AF.
gunnar
 
Sigriður Lindbergsdóttir  -  22/6 - 2010
Takk fyrir alveg rosalega skemmtilega Almstok útihátíð. Stjórnin stóð sig vel að vanda. Takk fyrir bíla þvottinn og hvítu flugeldasýninguna, þó að ég hafi aðeins heyrt lætin í henni. Takk fyrir frábæran mat og þjónustu. Þarna var saman komið skemmtilegasta fólk íslensku þjóðarinnar með blöndu af skemmtilegum dönum. Sjáumst að ári :)

Henrik og Søs: Jeres indsats kan man ikke sætte pris på. Tusind tak for lån af jeres grund, og tak for en dejlig weekend.

Hilsen Sigga og Bjössi. Horsens
Sigriður Lindbergsdóttir
 
Annette Hansen  -  21/6 - 2010
Takk fyrir frábæra helgi góða og skemtilega fólk, það er alltaf jafn gaman að vera á 17 júni hátið með ykkur :) Og takk til stjórnarinar fyrir alla þessa vinnu. Hlökkum til næstu hátiðar með ykkur.
Kveðja Ingi Annette og öll börnin.
Annette Hansen
 
Kitti og Hanna  -  21/6 - 2010
Hæ öll sömul

Okkur langar eindregið til að þakka stjórn Íslendingafélagsis fyrir ómetanlegt starf í kringum þessa frábæru hátíð sem nú er nýyfirstaðin. Þessi hátíð er í huga okkar hápunktur starfsársins hjá félaginu og tókst nú sem endra nær, alveg frábærlega, þrátt fyrir köflótt veður sem í og með var bara allt í lagi og minnti mann bara á 17. júní hátíðarveðrið á Íslandi.
Það var sem oftar frábært að hitta allt þetta góða fólk og eiga skemmtilegar stundir með þeim. Svo erum við ekkert smá heppin að eiga Henrik og Søs að og sendum við þeim miklar þakkir.

Svo segjum við bara, TAKK fyrir frábæra samveru og við erum strax farin að hlakka til næsta 17. júní hátíðar.

Kveðja / Kitti og Hanna
Kitti og Hanna
 
Erna Hilmarsdottir  -  21/6 - 2010
Við viljum þakka stjórn félagsins fyrir frábæra skipulagningu og framkvæmd i hringum íslendingahátiðina.. Við erum sæl og ánægð eftir helgina, en ansi stungin en tökum því með stóiskri ró ;O) Auðvitað þökkum við líka öðrum gestum fyrir skemmtilega samveru og hlökkum til að sjá ykkur aftur að ári.
Erna, Már og Ásdís Magnea Kolding.
Erna Hilmarsdottir
 
Fjola  -  21/6 - 2010
Takk fyrir frábæra daga í Almskok! Við hjónin viljum þakka öllum þáttakendum nýliðinnar 17.júni hátíðar félagsins fyrir góða skemmtun og indæla samveru. Bestu kveðjur Fjóla og Jói.
Fjola
 
Arna Bjarnadottir  -  2/6 - 2010
ABGalleri auglýsir !!!
Námskeid i ad mála med Akríl málningu i viku 27 í Vandel Skole.

Hægt er ad velja á milli

6. juli
13.00-17.00
18.00-22.00

7. juli
13.00-17.00
18.00-22.00

8. juli
13.00-17.00
18.00-22.00

Verd er 160,- fyrir hvert skifti, og madur rædur sjálfur hversu oft madur vill vera med.

I verdinu er málning, svampar, sparsl, pennslar og margt annad. Hægt er ad kaupa lærreder á stadnum eda taka med sjálfur.

www.123hjemmeside.dk/abgalleri

Seinast 3. juli 2010

Kvedja Arna
Arna Bjarnadottir
 
Magga  -  9/5 - 2010
Hæhæ ég vil bara þakka öllum þessu frábæru og hressu skvísum sem að voru með okkur á kvennakvöldinu fyrir frábært kvöld. Það var þrusustuð.
Magga
 
Álfhildur  -  22/3 - 2010
Er með til sölu 1 fullorðin og 2 barnamiða (one way) til íslands þann 1 April 2010 brottför 12:55 frá Kaupmannahöfn með Iceland express á fínu verði ;) ...

Uppl. síma 0045 29887872 eða íslenskan 4961133
Kveðja Álfhildur

kveðja Álfhildur
Álfhildur
 
Kristján Hálfdánsson  -  26/1 - 2010
Heil og sæl öll sömul. Mig langar til að leggja fram eftirfarandi beiðni/fyrirspurn/(auglýsingu);

Fólk mér nátengt,vantar íbúð í Viborg, Arhus eða einhvers staðar á þessu svæði frá febrúar í einn til þrjá mánuði, í tengslum við verkefni sem viðkomandi er að fara að vinna við hérna í DK. Einnig ef þú/þið vitið um einhvern sem mögulega vildi leigja bílinn sinn í þennan sama tíma þá vantar þeim það líka. Íbúðin þyrfti helst að vera með 2 svefnherbergjum. Einnig ef einhver vill hafa "bílskipti" á íslandi og DK þennan sama tíma, þá er það líka hægt.

Allar nánari upplýsingar fást, annað hvort gegnum emailið mitt ( kittioghanna@gmail.com ) eða í síma 61661045 og mun ég koma á beinu sambandi við viðkomandi aðila.

Með kærri kveðju og von um skjót viðbrögð
Kristján Hálfdánsson, Kolding
Kristján Hálfdánsson
 
Daði Þór Einarsson  -  18/1 - 2010
Heil og sæl fyrrum félagar í ÍSTRE. Það er orðiði ansi langt síðan ég hef kíkt inn á heimasíðu félagsins. Þetta er bara flott hjá ykkur og gleðilegt að sjá að þið haldið í gamla og góða siði að heiman. Bestu kveðjur, Daði Þór Einarsson í Mosfellsbæ á Íslandi
Daði Þór Einarsson
 
Magga  -  18/1 - 2010
Hæhæ er með hvít grindarúm til sölu. Það er í fínu lagi.Stórt og gott á hjólum.Með dýnu,Kr 300. Er líka með junior rúm sem að er hægt að stækka.Mjög fínt rúm sem að vex með barninu. 500kr.Og sæng í juniorstærð.Mjög góð sæng,100 kr.Og systk,(til að standa á) bretti á barnavagn,ekki mikið notað,frá Brio, 250 kr. Ef að þú hefur áhuga hafðu samband í síma 75885720, Magga
Magga
 
Ragna Valdís  -  17/1 - 2010
Erum með tóman bíl sem fer til Íslands um miðjan maí ef þig vantar að koma dóti á sanngjörnu verði til Íslands.
upplýsingar í síma 22534479 eða í e-maili.
Ragna Valdís
 
Íslendingafélagið í Sønderborg  -  15/1 - 2010
Sælir nágrannar !!

Langar bara að segja ykkur frá Þorrablóti okkar í Sønderborg !

Þá er komið að því ... okkar sívinsæla þorrablót verður haldið
laugardaginn 13 febrúar 2010 með pompi og prakt
á sama stað og í fyrra eða í Vester-Sottrup.

En auðvitað verður í boði :

Hljómsveitinn Penta frá Íslandi.
Skemmtiatriði.
Happadrætti.
Þorramatur.
Lambalæri fyrir gikki
og ýmissar uppákomur !

Skráning og greiðsla fyrir þorrablót er 15 janúar !

Miðaverð fyrir félagsmenn er 300 kr
og utan félagsmenn 350 kr.

Skráning fer fram á netfangið ifs.skraning@gmail.com
eða í síma 22213872

Allir velkomnir !!!
Íslendingafélagið í Sønderborg
 
Anna Rún Halldórsdóttir  -  14/12 - 2009
Takk kærlega fyrir okkur í gær. Frábært að sjá svona marga á jólaballinu og vonandi að það verði jafn margir á næsta viðburði félagsins. Bestu jólakveðjur frá Kolding
Anna Rún Halldórsdóttir
 
Hjördís Svan  -  10/12 - 2009
Sælir. Já ég get alveg skilið það að þið séuð ekki ánægðir með ákvörðun félagsins um að hætta við þorrablót.
Það var ekki bara á facebook eða inn á www.istre.dk sem við óskuðum eftir þeim sem voru áhugasamir með að halda blót, í byrjun október sendum við út félagsgjaldargíróseðla og þá var einnig sent bréf frá stjórninni þar sem sérstaklega var fjallað um þorrablótið og þeir sem hefðu áhuga beðnir um að koma því á framfæri. Það var engin í nefndinni á móti þorrablóti, en það gefur augaleið að það þarf að selja marga miða til þess að standa undan kostnaði. Mig langar til þess að fleiri noti facebook síðuna, þar er sniðugt að ræða saman um hvað við viljum. En í staðin fyrir þorrablót gætum við samt sem áður haldið sveitaball að Íslenskum sið hvernig líst ykkur á það? Með von um að heyra frá ykkur flestum inn á facebook síðunni en ekki hér inn í gestabókinni. kærar kveðjur Hjördís
Hjördís Svan
 
Tinni  -  8/12 - 2009
Hæ er hjartanlega sammála Jens,og vona ad trorrablót verdur.Ef ekkert torrablót verdu verdur tá er tad annad árid í rød sem tad dettur út.Vona ad ný stjórn láti ekki adeins einhverja facebook kønnun ráda úrslitum.Kvedja frá Haderslev
Tinni
 
Jens  -  8/12 - 2009
Hæ kæra nyja stjórn.
Èg er hissa á ákvørduninni um ad sleppa torrablótinu vegna lítils áhuga. Hvernig vitid tid hvort fólk hefur áhuga, madur getur verid mjøg áhugasamur tó madur taki ekki tátt í umrædum eda lesi heimasíduna.
Èg óska ikkur góds gengis en vona ad tid skiptid um skodun IKK OSS
Jens
 
Baldur Bjarnason  -  6/12 - 2009
Kæru landar, mér þætti vænt um ef þið sæuð ykkur fært að taka þátt í þjóðlífinu heima, með því að skrifa undir þessa áskorun:

Áskorun til forseta Íslands: Þjóðaratkvæðagreiðslu um ný Icesave lög

28198 hafa þegar skrifað undir.

Vertu Með Mikið Liggur Við:

http://www.indefence.is/

Bestu Kveðjur Frá:
Baldri Bjarnasyni
Gautaborg
Baldur Bjarnason
 
magga  -  29/11 - 2009
Hæhæ ég vildi bara láta vita að Sunnudaginn þann 6 des. er kona sem að heitir Áslaug Gísladóttir með opið hús heima hjá sér. Hún er að selja skartgripi, trévörur og fleira fallegt föndur, svo að ef að þig vantar sniðuga jólagjöf er um að gera að kíkja. Heimilisfangið er Fasanvej 5 7184 vandel. hún opnar húsið kl 11.
magga
 
Sylvía Lind  -  11/11 - 2009


Er með 2ja herbergja íbúð í Hjortshøj, Árósum, til leigu frá 21 des til 3 jan. Pláss fyrir allt að 4 manneskjur þar sem að ég er með 140 rúm í svefnherberginu og queen size stóra og góða vindsæng í stofunni, flatskjár, internet og möguleiki á notkun á þvottahúsi. Lítill eldhúskrókur með 2 rafmagnshellum og litlum ofni.
Áhugasamir hafið samband í síma 22333671 eftir kl. 15 eða sylvia_lind@hotmail.com

Sylvía
Sylvía Lind
 
magga  -  20/10 - 2009
HÆhæ hér koma smá fréttir af íslenskukennsluni, Við erum ekki búin að fá kennara, en erum að vinna í málunum. Kommunan er búin að lofa okkur að við getum byrjað um leið og kennarinn er fundinn. Við erum með svo mörg börn að þetta verða líklega 2 hópar. Kv Magga
magga
 
Oskar  -  8/10 - 2009
Hæ öll

Ég er að flytja inn gömul rússnesk herhjól til Danmerkur, frábær tæki með hliðarvagni omfl á góðu verði S:25613361
E-mail dneprdanmark@gmail.com
Oskar
 
Oskar  -  8/10 - 2009
Flutningaþjónusta, get tekið að mér alskonar flutninga, smáa og stóra er í Árósum S:25613361
Oskar
 
Guðrún Svana  -  21/9 - 2009
v/flutnings til íslands þarf ég að losna við eftirfarandi:
3+1+1 leðursófasett fæst gefins gegn því að vera sótt

svo er ég með rekstraleigubíl sem vantar nýjan leigjanda (yfirtaka á samningi) 3 ár eftir af samningi, allur service fylgir frítt með. Hyundai i 30 dísel, árg 2008. smá skaði er á bílnum en við munum borga nýjum leigjanda beint til að gera við skaðann. mjög góður bíll og eyðir ekki neinu. þarf ekkert að borga út bara greiða kostnað fyrir breytingu á samningi eitthvað um 1000 dkk. leiga á bílnum er rétt rúm 3700 dkk
nánari upplýsingar: guddas@simnet.is ,sími 51239647 Guðrún
Guðrún Svana
 
Árni B Björnsson  -  18/9 - 2009
Íslenskur AA- fundur
Sporafundur Sunnudögum Kl. 17.00
Safnaðarheimilinu Jels
Jels Søndergade 20, 6630 Rødding
Gengið inn bakatil
Contact númer:
Rannveig 60668862
Tyrfingur 29364563
Árni B Björnsson
 
Arnar Einarsson  -  20/7 - 2009
Óska eftir að gerast au pair frá hausti 2009.
Ég er 19 ára strákur sem hef gaman af að passa og umgangast börn...einnig get ég vel unnið létt heimilisstörf og það sem ég kann ekki í heimilishaldi nú þegar get ég vel lært og leyst vel af hendi.
Ég hef lokið 3 árum í framhaldsskóla er með bílpróg og er reyklaus.
Kveðja
Arnar Einarsson
krati12@hotmail.com
Arnar Einarsson
 
gunni  -  26/6 - 2009
ég og fjolskyldan viljum þakka fyrir frábæra 17 juni hátið. Sem enn og einu sinni var haldin heima hjá besta dana í danaveldi og ég veit með vissu að þetta er ekki í síðasta sinn semm hun er haldin hjá henrik.við vonum að allir hafi verið ánægið með hátiðin í heild sinni og jó hafi staðið sig í að sinna þeim sem komu inn í hans og fjólu fortjald.jeg vil gernen sige tusund tak til henrik. Mér finnst frábært að hann nenni að hafa blindfulla íslendinga (JÓA)hjá sér ar hvert.ég vil þakka þremur góðum mönnum fyrir grillaðtoð. Ég vona að við hittumst að ári eða á aðalfundi kv.gunni k.
gunni
 
Jói  -  24/6 - 2009
Heil og sæl allesammen..
Enn og aftur höfum við átt góða helgi samann í Almstok.

Það er frábært hvað fólk lagði mikið á sig til að þetta mætti heppnast sem best og ánægjulegt hvað allir voru glaðir og í góðu skapi.

Við Fjóla sendum ykkur bestu kveðjur og vonumst til að sjá sem flest ykkar á aðalfundinum í haust.

Vonandi eigið þið ánægjulegt og gott sumar.
Bestu kveðjur, Jói.....
Jói
 
Kitti Hálfdánar  -  22/6 - 2009
Sæl öll sömul

Ég má til með að þakka stjórn íslendingafélagsins fyrir aldeilis frábæra 17. júní - hátíðina, sem haldin var á síðustu helgi í þessu líka frábæra veðri. Þetta var hreint út sagt dásamleg skemmtun í alla staði og þeir sem unnu að undirbúningi hátíðarinnar ásamt því að leggja fram ómælda vinnu á meðan við hin vorum að skemmta okkur við glens og gaman, eiga skilið mikið hrós og þakklæti. Ég er strax farinn að hlakka til næstu hátíðar.

Þakklætis kveðjur - Kitti í Meiri-hlíð
Kitti Hálfdánar
 
begga   -  29/5 - 2009
Hæ hæ
Við búum í Vejle og mig langar til að smala saman stelpum (konum) á svæðinu til að fara út að labba eða fara á kaffihús bara svona til að komast út :o) begga77@gmail.com
Kv Begga
begga
 
Jói  -  28/5 - 2009
Hæ hó kæru vinir og félagar,
eins og fram kemur hér á síðunni er nú að líða að Almstok 2009 og vil ég hvetja ykkur til að drífa ykkur í að panta miða..
Þið sem hafið verið með áður vitið náttúrulega manna best hvað þetta er gamann..
Ég vil taka framm að þessi skemmtun félagsins fer framm á einkalandi, það er ekki endalaust pláss..
Sjáumst í Almstok..
Jói
 
Jónas  -  14/5 - 2009
Sæll Jóhann,
ég bjóst bara við að mér yrði svarað hér ;)
en annars er síminn hjá mér 23115438.
Kv
Jónas
Jónas
 
Jóhann  -  13/5 - 2009
Sæl Jónas og Lilja, velkomin til Vejle..
Þið hafið ekki sett neitt netfang inn þegar þið skrifuðuð hér í Gestabókina og þessvegna getur enginn svarað ykkur ??
Skrifið aftur hér inn og setjið inn símanúmer og eða netfang, er þá aldrei að vita nema þið finnið ykkur golffélaga.
Kveðja, Jóhann....
Jóhann
 
Jónas  -  12/5 - 2009
Sæl,

við er nýflutt hingað í Vejle og viljum endilega heyra hvort það sé einhver hér í bæ sem deilir áhuga okkar á golfi.
Okkur bráðvantar golffélaga.

Kveðja
Jónas&Lilja
Jónas
 
Katrín Andersen  -  7/5 - 2009
Hæ hó
Bara að kvitta fyrir mig :) frábært að sjá líf í félaginu okkar. Bestu kveðjur frá Sigló.
Katrín Andersen & Co.
Katrín Andersen
 
Ásta Sig  -  20/4 - 2009
Heil og sæl
Við ætlum að vera í Kaupmannahöfn helgina 13-18 ágúst og vantar gistingu fyrir 2. Ef einhver vill leigja eða skipta á húsnæði á Akureyri þennan stutta tíma þá endilega látið vita. Nánari upplýsingar á netfangi. Við gætum látið okkar húsnæði í eitthvað lengri tíma, jafnvel frá ágústbyrjun. Húsið er með gistirými fyrir
6-8.
Ásta Sig
 
Astvaldur draupnisson  -  19/4 - 2009
Góðan daginn/kvöldið.
Er með hús til útleigu í Ny Nørup 10-15min fra Vejle og Bilund.
Hús í barnvænu hverfi með 4 svefnherbergjum og góðum garði.
Allar helstu upplýsingar um húsið.
S: +354 462 4004/+354 65 93 708.
KV.Ástvaldur Draupnisson.
Astvaldur draupnisson
 
Jenny  -  2/3 - 2009
Hæ hæ
Jenny heiti eg og er ny flutt aftur til Kolding. Eg a 5 ara stelpu sem vantar ofsalega krakka a hennar aldri til ad leika vid. Endilega latid mig vita ef tid eigid eitt slikt heima :)
Jenny
 
Reynir Sigurðsson  -  18/2 - 2009
Góðan dagin félagar það er ekki gott að sjá að það varð ekkert af þotrrablótinu, en skulum vona að sumarhátíðin verði góð, get glatt ykkur sem eruð að koma heim eða verðið hér í sumar að það verður sumarhátíð hjá okkur þessum gömlu félögum, sennilega í Vaglaskógi þar sem lýtur út fyrir að margir munu verða með
Kveðja Reynir Sig.
Reynir Sigurðsson
 
Elsa Björk Harðardóttir  -  4/2 - 2009
Flutningur til Íslands. Er að flytja til Íslands í sumar og er með 17 rúmmetra búslóð (búin að mæla) og óska eftir að deila gámi með öðrum til að spara. Stór gámur er ódýrari kostur ef hægt er að fylla hann en þá eru lausir 23 rúmmetrar, annars eru þeir 10 ef um lítinn gám er að ræða.
Elsa s: 51196917
Elsa Björk Harðardóttir
 
Peta Jensdóttir  -  3/2 - 2009
Hæhæ
Ég er að leita af íbúð í Kolding

Ég er búin að vera að reyna þetta blessaða net en hef bara komist að því að aab leigumiðluninn sé til í Kolding sem er rándýr og langur biðtími getur einhver bent mér á einhverjar aðrar leigumiðlanir þetta er fyrir bróður minn sem er í skóla í Kolding og sár vantar íbúð getur einhver hjálpað okkur ?

Peta Jensdóttir
 
Annette Hansen  -  31/1 - 2009
Veit einhver um ferð frá Akureyri til Danmörku, vantar að koma 2 stólum í gám. Endilega hafa samband í síma 51362001 Annette Hansen
Annette Hansen
 
Annette Hansen  -  31/1 - 2009
Er að selja föt í heimakynningu, fötin eru frá Friendtex. Ég er komin með fullt af flottum nýjum sumarfötum . Ef það er einhver sem vill halda svona heimakynningu þá endilega hafa samband við mig í síma 51362001 Annette Hansen. Bý í Skodborg
Annette Hansen
 
Magga  -  12/1 - 2009
Er en að leita af börnum í Íslensku kennslu, er komin með 9 börn en þarf 3 i viðbót úr Vejle kommune svo að við getum startað þessu. Látið endilega vita ef að það eru börn sem vilja vera með, kv Magga
Magga
 
Jói og Fjóla  -  23/12 - 2008
Gleðileg Jól kæru vinir og félagar, við þökkum ykkur allt gamalt og gott og óskum ykkur alls góðs á nýja árinu.
Bestu kveðjur.
Jói og Fjóla
 
Anna Rún Halldórsdóttir  -  15/12 - 2008
Takk kærlega fyrir frábært jólaball ;O) sjáumst hress á næstu uppákomu félagsins.
Anna Rún, Kalli og synir
Anna Rún Halldórsdóttir
 
magga  -  14/12 - 2008
Hæhæ vil þakka fyrir frábæra mætingu á jólaballið í dag, kv magga
magga
 
Siggi  -  8/12 - 2008
Ég vil þakka fólki fyrir góða mætingu á tónleika Rúnars á Republikken um helgina. Strákurinn stóð sig vel og vil ég óska honum alls hins besta á Íslandinu.
Næst er það svo jólaballið sem við ætlum að fjölmenna á, sjáumst þá.
kv.
Siggi
 
Valur  -  25/11 - 2008
Kæru landar,

Við vildum segja frá nýju spili sem er að koma út í desember og byggir á atburðum og aðstæðum sem eiga sér enga hliðstæðu í Íslandssögunni.
Á vefnum www.kreppuspilid.is má finna einstakt tækifæri þar sem þú getur tekið beinan þátt í gerð spilsins. Sendu inn tillögur að efni sem getur ratað beint inn á spjöld spilsins, þannig að þú getir skemmt þér og þínum nánustu þegar þið lendið á kreppu-, góðæris- eða óvissureitum á spilaborðinu!

sjá - http://www.kreppuspilid.is/sendcard.aspx
Hægt er að panta spilið hér - http://www.kreppuspilid.is


Fyrir frekari upplýsingar vísum við einnig á facebook síðuna okkar http://www.new.facebook.com/group.php?gid=40462842034


Með baráttukveðjum til námsmanna og íslendinga erlendis!

Gogogic.is
Valur
 
magga   -  23/11 - 2008
Jú jú að sjálfsögðu verður jólaball og þorrablót. Jólaballið verður þann 14 desember og það verður augl, á næstu dögum. kv Magga
magga
 
Anna  -  21/11 - 2008
verdur ekkertjolaball eda torrablot !!
Anna
 
Ingi Guðni  -  28/10 - 2008
Til sölu Skoda Favorit, árg. "92. Ekinn 135.000 km. Dráttarkúla. Álfelgur. Nýr vatnskassi. Nýskoðaður í mars "08. Bíll í ágætu lagi. Verð 15.000 kr. Áhugasamir hafi samband við Inga Guðna í síma 6019 5313 eftir kl. 17
Ingi Guðni
 
Binna Horsensbúi  -  22/10 - 2008
Íslenskir al-anon fundir !

Íslenskir Al-anon fundir eru haldnir alla laugardaga kl: 11:00 á Sønderbrogade 21. st.th í Horsens.
Hægt er að fá frekari upplýsingar hjá Binnu í síma 26 60 59 30 og binnsa@gmail.com eða hjá Þórunni í síma 27 18 54 22.
Al-anon fundir eru fyrir aðstandendur alkahólista. Hægt er að finna upplýsingar inni á www.al-anon.is
Binna Horsensbúi
 
Hannes  -  13/10 - 2008
Tveir miðar á Bubba, 18. okt. í Köben til sölu á sanngjörnu verði. Vinsamlegast hafið samband á hannes.ottosson@gmail.com.
Kv, Hannes.
Hannes
 
Björk  -  11/10 - 2008
Óska eftir ódýru herbergi eða íbúð til leigu á Jótlandi (eða Sjálandi), frá ca. 1. Nóvember 2008. Er 24 ára nemi, reyklaus og reglusöm.
Vinsamlega hafið samband með tölvupósti á angurion@hotmail.com.
Björk
 
Jói  -  28/9 - 2008
Ég vil þakka fyrrverandi stjórn félagsins fyrir samstarfið á síðasta stjórnarári og óska um leið nýju stjórnina velkomna til starfa. Það er von mín að félagsmenn allir verði áhugasamir um gengi félagsins og að fólk taki sig samann og reyni að efla félagið eftir bestu getu. Við eigum gott félag sem hefur gert marga góða hluti en því má ekki gleyma að ekkert félag er sterkara en áhugi félagsmanna og stjórnar á hverjum tíma.
Bestu kveðjur, Jói.
Jói
 
Finnur   -  7/9 - 2008
Jæja drengir nú eru 5dagar í klakamót, vona að menn sé vel stemmdir, búnir að kaupa hitakrem, teygjubindi, höfuðverkjatöflur og annan nauðsynlegan útbúnað til að komast helgina af :)
Sjáumst hressir
Kveðja Finnur Karl
Finnur
 
Þórir Björn  -  23/8 - 2008
Hvernig er það, ætlar fólk ekki að hittast til að horfa á úrslitaleikinn í ÓL á sunnudagsmorgun? Verð að viðurkenna að mér finnst hálfsúrt (og fannst mjög súrt í gær) að horfa einn á leikinn (konan frekar áhugalaus...). Er staddur í Kolding
Þórir Björn
 
Anna Einarsdóttir  -  21/8 - 2008
Til sölu vel með farinn Peugeot 406 SL 1,8 16v. árgerð 1996. græn sanseraður. keyrður 210km. Verð: 35.000 DKK. Uppl. í síma 51532247 eða á e-mail adalheidur_69@hotmail.com
Anna Einarsdóttir
 
Guðrún Pétursdóttir  -  11/8 - 2008
Óska eftir leigíbúð í Vejle fyrir 4 manna fjölskyldu, min 90 fm, min 4 herb, max 7500 pr mán.
uppl. í síma 51 23 96 47 eða guddas@simnet.is
Guðrún Pétursdóttir
 
Siggi sjálfur  -  17/6 - 2008
Jæja gott fólk! Gleðilega þjóðhátíð.
Ég vil þakka öllum þeim sem komu á hátíðina og lögðu hönd á plóg til að gera þessa helgi að því sem hún svo varð, skemmtun frá A til Ö fyrir alla fjölskylduna. Gaman að vinna og gleðjast með svona góðu fólki. Vonast til að sjá sem flesta og jafnvel fleiri á viðburðum félagsins í framtíðinni.
Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég bara segja takk fyrir alla hjálpina og við sjáumst fljótt aftur.
Siggi sjálfur
 
Bjössi og Sigga  -  16/6 - 2008
Við þökkum fyrir alveg frábæra helgi. Stjórninn á hrós skilið fyrir frammistöðu sína, frábæt matur, frábært fólk.. já og veðrið var bara skemmtilegt líka. :)
Ótrúlegt hversu mikið af skemmtilegu fólki getur safnast saman á einum stað.
Sjáumst í Almstok á næsta ári.
Bjössi og Sigga
 
Regluhlýðnu hornrekarnir  -  16/6 - 2008
þökkum fyrir góða helgi :)
Regluhlýðnu hornrekarnir
 
Kitti og Hanna  -  16/6 - 2008
Hæ öll sömul.

Mig langaði bara til að þakka öllum fyrir frábæra skemmtun á liðinni helgi ( Þóðhátíðinni Okkar ) og sérstaklega stjórninni fyrir frábært og ómælanlega gott starf sem seint verður metið að verðleikum. Það er alltaf svo gaman að hittast og gleðjast með góðu fólki og 17. júní (+/-) bregst manni aldrei.
Og svo vil ég þakka öllum sem gerðu afmælisdaginn minn ógleymanlegan. Við hjónin erum strax farin að hlakka til næstu þjóðhátíðar.

Með hjartans kveðju
Kitti og Hanna
Kitti og Hanna
 
Fjóla  -  16/6 - 2008
Takk! takk! fyrir frábæra helgi! Vonandi hafið þið öll skemmt ykkur jafnvel.
Hlakka til næstu 17 júní hátíðar!
Fjóla
 
Helga  -  27/4 - 2008
ég vil líka taka það fram að ég get hugsað mér íbúðaskipti í sumar. ég er með 4-5 herb, bjarta íbúð á 1 hæð í tvíbýli í Reykjanesbæ, með palli í suður, skjólgoðum grónum og fallegum garði í rólegu umhverfi.
Helga
 
Ritari  -  26/4 - 2008
Ertu að spá í flutning til Danmerkur? Sjáið nánar undir "Auglýsingar" hér á síðunni..
Ritari
 
Helga  -  12/4 - 2008
Ég er 33 ára kvk með 2 dætur. Við bjuggum í Horsens oglangar til að koma til DK í júní og dvelja þar í 2-4 vikur. Ef einhver vildi leigja okkur húsnæði og jafnvel bíl þá væri það alveg YNDISLEGT ;) einu kröfurnar eru að það sé ekki alveg ofan í bæ "fillerýslæti" stærðin skiptir ekki máli, bara að það sé svefnpláss fyrir 3 :)
Helga
 
Finnur Karl  -  8/4 - 2008
Sælt veri fólkið.
Ég er að fara í það að kaupa mér Flatskjá og ætlaði bara að ATH hvort að það væru fleiri í sömu hugleiðingum, þá væri kannski ekki svo vitlaust að slá saman í innkaupsferð og ná einhverjum afslætti.

MVH Finnur Karl
Finnur Karl
 
Sigríður  -  7/4 - 2008
Halló! Vantar starf og íbúð í Vejle frá lok júlí 2008, var bent á að hafa samband við ykkur:) Er 35 ára kvk + 2 börn.
Kv. Sigríður smopro@hotmail.com
Sigríður
 
Guðrún  -  3/4 - 2008
Hæ Hæ
Við erum með lagerútsölu og 15% afslátt á nýjum vörum á laugardaginn 5.apríl kl. 12-15 á Dalbygade 40G-6000 Kolding.
Við erum með barnafatnað 0-6 ára og líka óléttuföt.
Sjáumst!

Kveðja
Guðrún & Hreiðar
www.soddan.com

Guðrún
 
Siggi sjálfur  -  18/3 - 2008
Ég vil þakka öllum sem mættu á páskabingóið fyrir ánægjulegann dag (þótt ég hafi ekki unnið neitt...) og óska vinningshöfum til hamingju með vinningana.
á næstunni verða haldin karla og kvennakvöld og vonumst við til að sjá sem flesta á þessum kvöldum sem verða auglýst síðar.

Svo er það auðvitað 17.júní hátíðin (haldin 13-15.júní) sem allir ættu að mæta á og upplifa ekta Íslenska útilegustemningu í hlýrra veðri vona ég samt...

Takk fyrir síðast og sjáumst næst
f.h. ISTRE
Siggi sjálfur
 
Kitti H  -  17/3 - 2008
Hæ öll sömul

Mig langar til að þakka núverandi stjórn fyrir skemmtilegar stundir sem við höfum fengið á liðnum vetri. Nú síðast Páskabingóið sem var mjög skemmtilegt og tókst með þvílíkum ágætum undir styrkri stjórn Bjarna, svo maður tali nú ekki um bakkelsið, maður lifandi, nammi...nammmi...namm.

Svo vil ég óska öllum vinningshöfunum til hamingju og njótið öll vel.
Við hjónin erum strax farin að hlakka til 17. júní hátíðarinnar.

Kær kveðja
Kitti og Hanna
Kitti H
 
Anna Rún Halldórsdóttir  -  16/3 - 2008
Takk kærlega fyrir okkur í dag og hlökkum til að sjá ykkur á næstu uppákomu félagsins ;O)
Anna Rún og fjölskylda
Anna Rún Halldórsdóttir
 
Arna Maul  -  10/3 - 2008
Hi Hi ! Kannski ég ætti að gefa ykkur link á síðuna mína ef þið vilduð kíkja. www.123hjemmeside.dk/abgalleri
Arna Maul
 
Arna Maul  -  10/3 - 2008
Hæ hæ !

Mig hlakkar til að sýna ykkur málverkin mín á sunnudaginn á páskabingóinu. Ég vill benda ykkur á að skoða heimasíðuna mína ef þið hafið áhuga á að kaupa málverk. Ef þig langar að ég taki eitthvað sérstakt verk með, sem þig langar að skoða nánar, myndi vera gott ef þú hefur samband við mig. Ég tek nefninlega ekki allar myndirnar mínar með mér.

Kveðja Arna
Arna Maul
 
Ástvaldur Draupnisson  -  9/3 - 2008
Góðan daginn/kvöldið.
Er með hús til útleigu í Ny Nørup 10-15min fra Vejle.
Hús í barnvænu hverfi með 4 svefnherbergjum og góðum garði.
Allar helstu upplýsingar um húsið eru á.
www.estate-maeglerne.dk sagsnr. 087044
S: +354 462 4004/+354 65 93 708.
KV.Ástvaldur Draupnisson.
Ástvaldur Draupnisson
 
Siggi sjálfur  -  28/2 - 2008
Við í stjórn ISTRE viljum þakka fyrir ánægjulegt og skemmtilegt þorrablót og vonum að allir hafi skemmt sér vel.
Við viljum í leiðinni benda félagsmönnum á páskabingóið sem verður haldið á pálmasunnudag, 16.mars.
Kveðja
Siggi
Siggi sjálfur
 
Ósk Wall  -  24/2 - 2008
Gaman að kynnast ykkur á þorrablótinu hjá ykkur í gær.
Hlökkum til nánara samstarfs

Ósk Wall
Formaður Ísbergs
Íslendingafélagið í Esbjerg og nágrenni

Ósk Wall
 
Guðrún Svana  -  20/2 - 2008
óskum eftir íbúð á leigu og vinnu í Haderslev frá Júní 2008. 25 ára kvk, og 31 árs kk + 2 börn.
skoðum allt.
s: +354 861 8066, Guðrún guddas@simnet.is
Guðrún Svana
 
Hrefna Björnsdóttir  -  17/2 - 2008
Er með ca 6 ára gamla AEG þvottavél til sölu.
Hún er 800 snúninga, einföld og góð.
Hefur aldrei bilað.
Áhugasamir hafið samband í síma 75601987 eða 30562167 eða á netfangið mitt hrefbjor@hotmail.com
Hrefna Björnsdóttir
 
Jóna  -  12/2 - 2008
ÍSSKÁPUR TIL SÖLU
Erum með til sölu Haier ísskáp sem var keyptur í Punkt1 í júlí 2007.
Það fylgdi ísskápur með íbúðinni sem við erum nýlega flutt í og höfum við því ekki not fyrir þennan ísskáp en hann er í fullkomnu lagi.
Getið séð upplýsingar hér: http://www.pricerunner.dk/pi/16-280970/Koele-Fryseskabe/Haier-HRF370-White-Produkt-Info
Var keyptur á tæp 3000, selst á 2000 eða samkomulag, erum í Vejle.
Kveðja Jóna s:28411796

p.s. endilega látið berast ef þið fréttið af einhverjum sem vantar ísskáp
Jóna
 
Jóna  -  16/1 - 2008
Sæl
Er einhver sem veit um íbúð í Vejle sem er laus strax?
Við búum í Álaborg en ég er að byrja í skóla í Vejle 28. januar og vantar okkur því íbúð. Stefnir í að við fáum ekki íbúð sem við vorum komin með. Erum 2 í heimili.
Kveðja Jóna
Jóna
 
Gísli Svavarsson  -  8/1 - 2008
Góðan dag og gleðilegt ár.
Er með lítinn ísskáp til sölu vegna flutnings. Keyptur fyrir rúmlega ári síðan, hann er með innbyggðum frysti og í A rafmagnseyðsluflokki. Fæst fyrir 600 dkk. Ísskápurinn er í miðbænum í Kolding.

áhugasamir hafi samband í síma 31693603 eða í gegnum e-mail: gsvavarsson@gmail.com

Gísli Freyr Svavarsson
Gísli Svavarsson
 
Siggi Rún  -  7/1 - 2008
Er ekki að myndast rífandi stemning fyrir þorrablótinu??? Sýnum nú í verki hvað við getum haldið úti öflugu félagi og látum boðin út ganga með þorrablótið 23.feb. Fáum alla Íslendinga á svæðinu með!!!
kær kveðja
Siggi Rún
 
Siggi sjálfur  -  18/12 - 2007
Ég vil bara þakka öllum fyrir skemmtilegt jólaball og vonandi sjáumst við sem flest á komandi uppákomum félagsins.
jólakveðja!
Siggi sjálfur
 
Magga  -  15/12 - 2007
HÆHÆ Jæja þá er allt að verða klárt fyrir jólaball. Vonum að það mæti sem flestir og tralli í hring um jólatréið með okkur. kv magga
Magga
 
Hjálmar þór  -  7/12 - 2007
Hæ hæ er að fara að flytja til vejle rétt eftir áramót og langar að ath hvort einhver getur bent mér á einhverja vinnu. Er með Meirapróf og vinnuvelaréttindi og vanur ýmsu. S 28390523
Hjálmar þór
 
Siggi sjálfur  -  3/12 - 2007
Takk fyri boltann drengir, þetta verður lengi í minnum haft og skrokkurinn kemur til með að minna mig á þetta eitthvað fram eftir mánuði örugglega.... Við stefnum á næsta bolta í janúar, eða jafnvel á milli hátiðanna. Sjáum til!
Þá er það bara jólamarkaðurinn í Vandel og svo jólatréskemmtunin 16. des.
kveðja
Siggi sjálfur
 
Anna  -  30/11 - 2007
thessi sida er betrinuna en hun var
Anna
 
siggi sjálfur  -  26/11 - 2007
Sælir félagar, bara minna á að hafa samband við mig eða Kalla vegna boltadagsins mikla1. des á milli 13 og 15. Koma svo!!!
kveðja
siggi sjálfur
 
magga  -  20/11 - 2007
Hæ og hó. takk æðislega fyrir frábæran dag í legelandinu. Vonandi sjáumst við öll á jólaballi. kv magga
magga
 
Erla  -  19/11 - 2007
Takk æðislegt fyrir skemmtilegan dag í Legeland í gær. Sonurinn er búinn að plana aðra ferð þangað :0)
Erla
 
Anna Rún Halldórsdóttir  -  19/11 - 2007
Takk fyrir skemmtilegan dag í Legeland í gær... vonandi að þetta verði endurtekið bráðlega ;O)
Bestu kveðjur
Anna Rún og co
Anna Rún Halldórsdóttir
 
Siggi Sjálfur  -  17/11 - 2007
Muna LEGELAND í Vejle á morgun!!! Endilega að mæta til að sýna sig og sjá aðra.
kær kveðja
Siggi Sjálfur
 
Guðrún gjaldkeri  -  16/11 - 2007
Hæ ég vil bara minna á að ég verð með kassann góða, ef að einhverjir hafa áhuga á að greiða félagsgöld á sunnudaginn í Legeland.
Bestu kveðjur og vona að hitta sem flesta.

Guðrún með kassann :-)
Guðrún gjaldkeri
 
Elva  -  16/11 - 2007
Hæhæ
Ég er hress og kát 5 ára stelpa sem er nýflutt til Kolding með mömmu minni og vantar einhverja góða stelpu til að líta eftir mér einstaka sinnum.
Ef það leynist þarna einhver hress og skemmtileg stelpa sem væri til í að passa mig þá má hún endilega hafa samband við mömmu mína hana Elvu annaðhvort í e-maili eða í síma 28417471.
Elva
 
Dóra  -  16/11 - 2007
Bíllinn okkar Dodge Caravan árg.97, ek. 155 þús km. dökkgrænn að lit, 7 manna, sjálfskiptur, með crusie control og loftkælingu.
Bíllinn er á 1% reglunni og erum við að borga um 1800 dkr. á mánuði en möguleiki á að fara með bílinn í endurmat og fá nýtt verðmat á bílinn og þá lækkun á mánaðargreiðslunni. Bíllinn var skoðaður í júní 2007. Tilboð óskast. Búum í Árósum.

Nánari upplýsingar; sigva@sigva.is

Dóra
 
Mássi og Co.  -  14/11 - 2007
Feðgarnir tilbúnir í slaginn.
Búið að tilkynna börnin í kennsluna.
Kær kveðja
Mássi
Mássi og Co.
 
Siggi sjálfur  -  14/11 - 2007
Ég mæti að sjálfsögðu í bolta og ég er með alla vega 4 menn í mínum vasa :)
Endilega allir sem hafa áhuga að láta okkur vita.

Okkur vantar líka upplýsingar um öll hugsanleg og óhugsanleg börn á grunnskóla aldri á svæðinu vegna íslenskukennslu.
kveðja
Siggi sjálfur
 
Karl H Gíslason  -  12/11 - 2007
Kæru félagar.... og aðirir Íslendingar sem búa á svæðinu:-)

Ég vildi athuga hvor það væri einhver áhugi fyrir því að koma saman og spila innanhús fótbolta/körfu eða eitthvað sem fær svitann fram.
Það væri gaman að vita hversu margir séu tilbúnir að mæta og hvort það sé grundvöllur fyrir því að finna hús sem við getum lánað.
Áhugasamir geta sent mér mail eða skrifað hér í gestabókina.

Kv.
Karl H Gíslason
 
Guðrún gjaldkeri  -  11/11 - 2007
Mig langaði bara að benda ykkur á fiskinn hjá Icekost. Ég keypti Ýsu hjá þeim og hún er alveg rosalega góð. Hann stoppar í Kolding þegar hann kemur, en hann er líka til í að stoppa á nýjum stöðum ef áhugi er fyrir því.
Icekost
Petur Albertsson
Tel.+49 4298 466 826
Mobil: +49 178 9055 862
Danskt Símanúmer meðan á sölutúr stendur 266 10 196
E-Mail Icekost@t-online.de
Guðrún gjaldkeri
 
magga  -  7/11 - 2007
Svakalega er síðan að verða flott. Hlakka til að sjá sem flesta í legelandinu góða, kv magga og fam í Vandel bæ
magga
 
Anna Rún  -  7/11 - 2007
Æðislega flott breyting á síðunni hjá þér Jói ;O)
Kveðja
Anna Rún og co
Anna Rún
 
Guðrún gjaldkeri  -  7/11 - 2007
Flott breyting á síðunni..

Kveðja
Guðrún gjaldkeri
 
Guðrún gjaldkeri  -  5/11 - 2007
Sælir kæru félagar.

Þeir sem hafa áhuga á íslensku kennslunni mega endilega hafa samband við okkur í stjórninni. Það eru eflaust einhver börn sem við vitum ekki um sem búa á svæðinu.
Bestu kveðjur
Guðrún gjaldkeri
 
Anna Rún Halldórsdóttir  -  28/10 - 2007
Takk kærlega fyrir allar fallegu kveðjurnar, til okkar fjölskyldunnar hérna í gestabókinni. Ég vil svo þakka kærlega fyrrverandi stjórn fyrir samstarfið, og um leið óska nýrri stjórn alls hins besta á nýju starfsári og hlakka til að mæta á skemmtilegar og fjölmennar samkomur hjá nýrri stjórn.
Bestu kveðjur
Anna Rún Halldórsdóttir
Anna Rún Halldórsdóttir
 
Kitti  -  28/10 - 2007
Sæl öll sömul.
Sem fráfarandi stjórnarmaður, vill ég óska hinni nýju stjórn til hamingju með kjörið, þetta er fallegt og álitlegt fólk. Ég vill jafnframt þakka mínu fyrrverandi samstarfsfólki fyrir þær stundir sem við höfum átt saman og er ánægulegt að hafa haft tækifæri til að kynnast þeim nánar.
Ég efast ekki um að hin nýja stjórn á eftir að halda vel utan um okkar góða félag og gera það enn betra og virkara.
Vinar og Baráttukveðjur
Kitti
Kitti
 
Jóhann  -  23/10 - 2007
Eins og sjá má á kveðjunni hér fyrir neðan er nú starfandi Íslendingafélagið Ísberg í Esbjerg. Við viljum óska félagsmönnum og stjórn til hamingju með stofnun félagsins, um leið og við óskum þeim alls góðs í framtíðinni.
Viljum við hvetja ístre félaga til að fara inná heimasíðu Ísberg og heilsa uppá nágrannafélag okkar.
Bestu kveðjur,
Jóhann og Fjóla
Tarm
Jóhann
 
Íslendingafélagið Ísberg í Esbjerg og nágrenni  -  23/10 - 2007
Endilega setjið félagið okkar á krækjuna ykkar.
Bestu kveðjur úr Esbjerg
Stjórnin
http://isberg-esbjerg.webbyen.dk/
Íslendingafélagið Ísberg í Esbjerg og nágrenni
 
Nína  -  29/9 - 2007
Elsku Anna Rún, Kalli og Alexander til hamingju með litla soninn og með litla bróður. Vonum að allt gangi vel hjá ykkur.

Kveðja frá Brørup
Nína, Leif og börn
Nína
 
Erla Jakobsen  -  22/9 - 2007
Til hamingju með frammistöðuna á Klakamótinu strákar.
Erla Jakobsen
 
Siggi sjøalfur  -  18/9 - 2007
Ha,ha,ha, ég veit hvað Anna og Kalli voru að gera fyrir næstum því 10 mánuðum hahahahah!!! (Smá fóstbræðrastuldur) Til hamingju með soninn frú formaður og herra Kalli. Alltaf gaman þegar Arsenalmenn fæðast......

Jú, jú það er alveg að koma texti og myndir frá klakamótinu, allt í vinnslu.

kveðja
Siggi sjálfur
Siggi sjøalfur
 
Jói og Fjóla  -  17/9 - 2007
Hjartanlega til hamingju með litla snáðann kæru Anna Rún, Kalli og Alexander, þetta er snilldarleið til að fjölga félagsmönnum, vonum að fleiri taki þettað til eftirbreytni.
Bestu kveðjur,
Jói og Fjóla
Jói og Fjóla
 
Lotta, Hilmar, Tómas og Selma   -  15/9 - 2007
Til hamingju með litla prinsinn elsku Anna Rún, Kalli og Alexander.
Lotta, Hilmar, Tómas og Selma
 
Amma og Afi í Billund  -  14/9 - 2007
Elsku Anna Rún, Kalli og Alexander.
Við óskum ykkur hjartanlega til hamingju með litla Prinsinn
Amma og Afi í Billund
 
Siggi sjálfur  -  16/8 - 2007
Jæja fótboltakappar þríhyrningsins, þá er komið að klakamótinu alræmda sem haldið verður í Horsens þetta árið, helgina 14-16 september. Að sjálfsögðu verðum við með lið og hvet ég alla sem hafa áhuga á að taka þátt að hafa samband við mig. Við erum komnir með nokkra en skiljum engann útundan, nema Jóa, hann fær ekki að vera með.......
Eitt vandamál!!! Okkur vantar enn sponsor fyrir búninga og erum við að reyna að selja auglýsingar á búningana okkar (5.000 danskar framan á og 3.000 danskar aftan) Allir sem á vettlingi geta haldið mega hafa þá úti og reyna að bjarga okkur um auglýsingatekjur, það gerir þetta bara svo miklu skemmtilegra :)
Endilega hafið samband og vonandi er einhver góðhjartaður búin að svara henni Tinnu og bjóða henni vinnu.
kveðja Siggi sportman
Siggi sjálfur
 
Tinna 'Osk  -  17/7 - 2007
Hæ. Ég heiti Tinna Ósk og er á 17 ára. Mig langar rosalega að komast sem au pair til Danmerkur í vetur. Er e-n sem vantar hörkuduglega og ábyrga stelpu?
Tinna 'Osk
 
Sigfús Örn Óttarsson  -  12/5 - 2007
Hæ. Við fjölskyldan erum að flytja til Kaupmannahafnar í byrjun júlí og viljum senda búslóðina okkar með gámi en, við nýtum sennilega ekki nema sirka hálfan 20 feta gám svo við leitum að fólki sem er tilbúið til að deila honum með okkur.
Gámurinn mun þurfa að leggja af stað til Danmerkur í síðasta lagi, síðustu vikuna í júní.
bestu kveðjur.
Sigfús Örn og Helga Ósk
drums@simnet.is
Sigfús Örn Óttarsson
 
magga  -  9/5 - 2007
Frábært að heyra um krakkakeilu og konukvöld. Er að tala við landa mína á svæðinu og fá þá með, kv magga
magga
 
ÍG  -  8/5 - 2007
Er einhver að flytja heim?

Ég er með ca. 4-5 rúmmetra búslóð sem ég þarf að flytja heim í maí/júní. Ef einhver er að fara með gám þá væri ég mjög til í að fá að vera með í honum. Ef þið vitið um einhvern sem er að fara heim, endilega látið þau hringja í mig 50457323
ÍG
 
Siggi sjálfur  -  6/5 - 2007
Krakka/grilldagur verður haldinn 17 maí í Legeparken, Kolding og svo verður konukvöld laugardaginn 19.maí í Bowl'n'fun, (rétt hjá Storcenter). Auglýsingarnar verða komnar á forsíðuna í vikunni, það er verið að ganga frá síðustu smáatriðum í skipulagningu.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Kveðja Siggi
Siggi sjálfur
 
magga  -  30/4 - 2007
Hæhæ takk fyrir frábært páska bíngó. Var bara að pæla í hvernar við fáum að heyra meira um næsta krakkadag, Við ætlum endilega að mæta. kv magga og fam
magga
 
Ísak  -  24/4 - 2007
Herbergi til leigu í Kolding. Vantar að losna við herbergi miðjan Júni. Þetta er í 3ja herb. íbúð með stóru eldhúsi og stofu. Öll íbúðin er 85 fm og það er einn annar leigjandi. Hann er Íslendingur.

Þarf að losna við herbergið vegna þess að ég er að flytja heim. Íbúðin er í göngugötunni og leigan er ca. 2900 fyrir húsaleigubætur.

Áhugasamir hringið sem fyrst í síma: 50457323
Ísak
 
Harpa  -  10/4 - 2007
Halló Koldingbúar og aðrir ;O) Nú langar mig að forvitnast um íbúð til leigu fyrir sanngjarna upphæð frá 27/6 til 7/7 2007 ætla að heimsækja Kolding og nágrenni með alla mína stórfjölskyldu ;O) Já það er um að gera að sýna þeim dásemdir Danmerkur og Kolding ;O)
Ef þið vitið um e-h íbúð á sanngjörnu veðri sem hýsir ja 2 fullorðna,2 gelgjur og 2 púkasín 8 ára og 10 ára þá yrði ég voða voða glöð ;O)
Hilsen heim ;O)
Harpa Hall fyrrum Koldingbúi
Harpa
 
Siggi sjálfur  -  26/3 - 2007
Góðir félagar, félagið er enn á lífi og er við það að vakna eftir erfitt þorrablót.... Á næstu dögum, vikum og mánuðum verður nóg að gera og má þar nefna bingó, gönguferð, krakkadag (kannski 2), konukvöld og karlakvöld. Allt þetta verður nánar auglýst á forsíðunni á næstu dögum.
Vertu til er vorið kallar á þig!!
kveðja Siggi
Siggi sjálfur
 
Anna  -  16/3 - 2007
er buid ad leggja tetta felag nidur? ekki gerist nu mikid her.
Anna
 
Daniel Johansson  -  15/2 - 2007
Hæhó

Endilega skoðið síðuna mína sem sýnir Ísland í beinni með vefmyndavélum og staðsetningu þeirra :-)

www.danieldesign.se/icelandrightnow

Kveðjur
/Daniel Johansson
Daniel Johansson
 
Rúnar  -  13/2 - 2007
Heyhey Þúsund þakkir fyrir skemmtilegt þorrablót, og hrikalega gott flatbrauð og jafning :-)
Rúnar
 
Lotta og Hilmar  -  7/2 - 2007
Það hefur verið rosa fjör á þorrablótinu og því miður annað árið í röð sem við komumst ekki. Núna vegna þess að maður er að drukkna í djammi og veislum. En skemmtilegar myndir frá auðsjáanlega góðu kvöldi. Vonandi eruð þið samt öll búinn að finna heilsuna aftur. Kveðja frá Öster Lindet Lotta og Hilmar
Lotta og Hilmar
 
Anna Rún Halldórsdóttir  -  6/2 - 2007
Hæ allir og takk kærlega fyrir frábæra skemmtun á blótinu. Hlökkum til að sjá ykkur hress og kát á næstu skemmtun félagsins.
p.s. Siggi það var greinilega eitthvað fleira en lyklarnir þínir sem að týndust ;O)
Bestu kveðjur Anna Rún og fjölskylda
Anna Rún Halldórsdóttir
 
Siggi sjálfur  -  6/2 - 2007
Ég vil þakka öllum fyrir frábæra skemmtun á þorrablótinu. Ekki nema ca.360 dagar í næsta, get varla beðið. Hefur nokkur fundið heilsuna mína, ég virðist hafa týnt henni þarna!!
Kær kveðja Sigurður Þórsson
Siggi sjálfur
 
Nína  -  4/2 - 2007
Við hér í Brörup viljum þakka fyrir frábæra skemmtun í gærkveldi á þorrablótinu.

Kveðja Nína og Leif
Nína
 
Fjola  -  4/2 - 2007
Takk fyrir frábært þorrablót í gærkvöldi, góðan mat og góða skemmtun að ógleymdum góðum félagsskap. Bestu kveðjur Fjóla.
Fjola
 
Erla Jakobsen  -  29/1 - 2007
Hæ allir.
Langar til að forvitnast um hvort ekki leynist einhver hérna sem hefur vit á rafmagni, já rafmagni :0) Okkur vantar að láta draga rafmagn í eldhúsið hjá okkur,(búum í Kolding),þetta eru loftljós og tenglar aðallega. Endilega látið heyra í ykkur ef þið eruð fær í þetta. Borgunina getum við rætt :0)
Kveðja Erla.
Erla Jakobsen
 
Harpa Hall  -  13/1 - 2007
Heil og sæl landar og aðrir sem kannski skilja íslenskuna.
Vil ég byrja á því að þakka fyrir gleði á síðasta ári og stendur þar þorrablótið uppúr !!!
Jafnframt vil ég taka það fram hér að ég mun ekki mæta á þorrablótið í ár,verð fjarverandi vegna jú flutninga til Íslands síðast í desember...skrýtin skrúfa hugsa væntalega margir ;o) En ég skora á sem flesta að mæta á þorrablótið sem verður haldið 3.febrúar í Vester Nebel...brilliant félgasheimili og þorrablótsandinn er einn sá besti sem ég hef upplifað á minni ævi...og trúið mér það er margt ;O)
Góða skemmtun og verð með ykkur í vínanda....
Hilsen frá snjónum á Íslandi.
Harpa Halldórsdóttir fyrrum Koldingbúi....
Harpa Hall
 
Eyrún  -  11/1 - 2007
'Arið öll sömul. Mig langar að forvitnast um þorrablótið, hvort það sé nokkuð dottið uppfyrir í ár?? Finnst skrýtið að hafa ekki séð það auglýst meira, þar sem það eru aðeins 3 vikur í 3.febrúar. Barnapían okkar er umsetin.
Mig langar líka að vekja athygli ykkar á væntanlegu umhverfisslysi hérna í sveit . Farið farið á slóðina http://www.vestjyskekabler.dk og etv. skrifa undir mótmæli vegna væntanlegrar 400kv háspennulínu... sem á að setja upp uþb.200 metra frá húsinu okkar, út á miðju túni!! 'Eg biðst velvirðingar á því að vera etv. að brjóta reglurnar og setja slóð með í póstinn, en allt er leyfilegt í ástum og stríði er það ekki, og ég er í stríði ásamt fleirum á móti Energinet.dk :-)
kveðja úr sveitasælunni (enn sem komið er)
Eyrún
 
Siggi sjálfur  -  25/12 - 2006
Gleðilega hátíð og takk fyrir gamlar en ekkki gleymdar stundir, stefnum á fleiri og betri stundir á komandi ári.
Kveðja úr miðpunkti kolding
Siggi sjálfur
 
Jóhann  -  22/12 - 2006
Ágætu vinir og kunningjar í Íslendingafélaginu,
við sendum ykkur öllum okkar bestu jóla og nýárs kveðjur og þökkum ánægjuleg kynni og samstarf á undanförnum árum.
Sjáumst á Þorrablótinu..!!
Jóhann og Fjóla
Jóhann
 
Lotta  -  18/12 - 2006
Takk fyrir fyrir jólaballið. Rosalega vel heppnað í alla staði og jólasveinarnir voru frábærir og vonandi hafa þeir komist heilir heim til Íslands. Gleðileg jól kæru félagar og takk fyrir samveruna á árinu sem er að líða. Jólakveðja Lotta, Hilmar, Tómas Leó og Selma Lind Öster Lindet.
Lotta
 
Nína  -  17/12 - 2006
Takk til stjórnarinnar og ekki má gleyma þeim bræðrum Hurðaskelli og Giljagaur fyrir jólaballið. Frábærar veitingar. Takk fyrir okkur Nína og fjölskylda Brörup
Nína
 
Giljagaur  -  17/12 - 2006
Takk fyrir skemmtilegt jólaball krakkar. Vonandi verðið þið áfram stillt og þæg svo við bræðurnir getum gefið ykkur eitthvað fallegt í skóinn. Hafið það gott og gleðileg jól! Ho, ho,hó..
Giljagaur
 
Yr Ham (Haraldsdottir)  -  12/12 - 2006
Hi, everyone!
Just wanted to congratulate you all - your page is looking good! :)
Thank you for the information re. the 'Adventukrans' tradition!!
Merry Christmas!
Yr in Australia :)

Yr Ham (Haraldsdottir)
 
Sigurður Þórsson  -  20/11 - 2006
Ég vil byrja á því að þakka öllum fyrir frábæran laugardag með börnunum okkar og vona að það verði ekki minni mæting á jólaballið þann 17. des.

Ég skil komment Gilla um að þetta virðist vera lokaður klúbbur, en svo er samt alls ekki og félagið er á fullu í að laða til sín nýja meðlimi með uppákomum eins og konukvöldi, göngudegi og barnakeilu og fleira slíkt er á leiðinni.

Nú hefur verið bætt inn á síðuna, undir FÉLAGIÐ, link þar sem auðvelt er að skrá sig og sína í félagið og þar með fá senda pósta um starfsemi og dagskrá þess sem á döfinni er. Ég vil hvetja Gilla til að endurskoða ákvörðun sína og ég bíð hann sem og aðra Íslendinga á svæðinu hjartanlega velkomna í félagið.

Ef einhverjar spurningar eru til okkar stjórnarmanna, þá eru netföng okkar á síðunni FÉLAGIÐ og við tökum glöð á móti fyrirspurnum og nýju fólki. Án ykkar er ekkert félag.
Kær kveðja
Siggi
Sigurður Þórsson
 
Margrét Bjarna  -  19/11 - 2006
Hæ hæ vildum bara þakka fyrir frábæran dag í keiluni í gær. Þetta var bara mjög vel lukkað og við vonumst eftir fleiri svona dögum. Það var mjög góð mæting og vonumst við eftir að sjá alla aftur á jólaballi.kv magga og fjölskylda í vandel
Margrét Bjarna
 
Gilli  -  19/11 - 2006
Svar til Kristjáns
Þú hlýtur að vera að beina orðum þínum til mín þegar þú talar um furðuleg skrif hér að undanförnu.
Það hefur enginn annar skrifað að undanförnu og enginn annar virðist hafa áhuga á að segja álit sitt eins og þú biður um.
Ég sé ekki alveg hvaða máli ég á að standa fyrir, ég kom bara með spurningu.
Sennilega er ég bara svona óskynsamur.
Ég held reyndar að þú sért hræddur um að ég sé einhver sem þú þekkir að skrifa undir öðru nafni. Svo er ekki, þú þekkir mig ekkert og ég ekki þig. Þó svo ég skrifaði fullt nafn, værir þú engu nær.
Ég er ekki í félaginu, en var að spá í að ganga í það.
Held að ég sé hættur við það ,virkar svolítið eins og lokaður klúbbur.
Ég hef heyrt að þetta félag hafi ákveðið að það væri ekkert vit í að hafa félagaskrá hér á síðunni.
Ég sé því miður ekki samhengið í því og svo að ef maður skrifar hér þá verði að koma fram email og allt.
Ég hef ekki áhuga á að auglýsa mitt mail af ástæðum sem ættu að vera vel kunnar sjórnendum þessarar síðu.
Að lokum vil ég óska þessu félagi alls hins besta.
Samt leiðinlegt að ég skuli ekki vera nógu skynsamur til að vera í því.
Gilli
 
Margrét þórisdóttir  -  14/11 - 2006
Komið þið sæl, það er gaman að sjá þessa síðu og rifjar upp þau ár sem ég bjó í DK, reyndar nokkur ár síðan. Ég er með smá fyrirspurn en sá ekki hvar ég get komið henni á framfæri svo ég ákv. að skrifa hér, vona síðan að formaðurinn geti sent mér póst og svarað mér. Spurning mín er þessi, hvenær er Þorrablótið hjá ykkur ? hér heima er góð hljómsveit sem hefur spilað tvisvar í Noregi hjá Íslendingafélaginu á þeirra Þorrablóti og langar að spila fyrir landa sína í DK. Allar nánari upplýsingar get ég gefið ef formaðurinn sendir mér línu. Bestu kveðjur Margrét Þórisdóttir dönskukennari.
Margrét þórisdóttir
 
Kristján Hálfdánsson  -  31/10 - 2006
Sæl öll sömul

Það hefur verið furðulegt að fylgjast með skrifum í gestaókina að undanförnu og ennþá furðulegra að ennþá fyrirfinnist, í henni veröld, fólk sem ekki er þeirri skynsemi gætt að þora að standa fyrir máli sínum með nafni. Í svona tilfellum stið ég með heilindum þá afstöðu félagsins að allir sem skrifa í gestabókina eiga að sjálfsögðu að skrifa undir nafni og gefa upp emailið sitt, þannig að hægt sé að skrifa viðkomandi nánara svar ef þörf þykir.

Allir félagsmenn sem fengu senda gíróseðla vegna félagsgjalds fengu samhliða bréf frá félaginu, þar sem meðal annars kom fram hvers vegna félagsgjöldin voru hækkuð. Skýringin er vægast sagt mjög einföld og vel skiljanleg. Allir félagsmenn hafa sjálfstætt val um að mæta á aðalfundi til að koma sínum skoðunum á framfæri, berjast fyrir þeim og hlýta síðan lýðræðislegum niðurstöðum. Þeir sem ekki mæta hafa engin áhrif. Allir félagsmenn vita jafnframt að öllum er í sjáfval sett að ákveða hvort þeir haldi áfram að vera félagar eður ei. Enginn gerir sjálfum sér greiða með að hanga í félagi sem honum líkar ekki við og finnur þörf hjá sér í tíma og ótíma að eiða orku sinni í þær vangaveltur, hvort það borgi sig nú að vera í þessu aumingja félagi eða ekki. Þá er nú betra heima setið, eins og hún amma mín sagði alltaf forðum daga.

Varðandi verðlag á inngangi til Þorrablóts og aðrar uppákomur hjá félaginu, er það að sjálfsögðu forsenda, að fyrst þurfa öll spili að liggja á borðinu til að hægt sé að segja til um, eða reikna út miðaverð. Þær spurningar sem svara þarf eru t.d ; - Hvað kemur tónlistarfluttningurnn til með að kosta ?, - ætlum við að hafa einhver skemmtiatrið sem kosta einhverja peninga ?, - hvað kemur maturinn til með að kosta ? o.s.fr. o.s.fr. Hjá flestum sem ætla sér á annað borð að koma á t.d. Þorrablótið ( eða 17. júní ) eru að koma til að skemmta sér og sjá aðra og númer eitt, tvo og þrjú, hafa það huggulegt og skemmtilegt saman með góða skapið í för. Undantekningarlaust er lögð mikil sjálfboðavinna af höndum af hálfu stjórnar og annarra sem lið leggja og enginn spyr sig þeirrar spurningar:
- Hvað fæ ég fyrir peninginginn og græði ég eitthvað á því að vera félagsmaður frekar en bara að vera utanfélagsmaður.

Ég hvet alla til að skrifa álit sitt á skrifum í gestabókina að undanförnu og lýsa yfir skoðunum sínum á nafnlausum ( gælunöfn teljast ekki þar með ) bréfum. Gerum ekkert og segjum ekkert sem nafn okkar ekki getur staðið við.

Síðan að lokum kveð ég upp vísu sem aldrei er of oft kveðin.
- Sameinumst um að gera okkar góða félag enn betra, með þvi að vinna að uppreisn þess og velgegni á sem flestum sviðum.

Kær kveðja
Kristján H ( nefndur Kitti )
Kristján Hálfdánsson
 
gilli  -  30/10 - 2006
Skrifa ég ekki með nafni, er mitt nafn eitthvað verra en þitt?
Ég get alveg skrifað með fullu nafni og heimilisfangi þessvegna.
Er ekki viss um að þú værir neinu nær fyrir það.
Þetta er nú bara það nafn sem þeir nota sem þekkja mig.
Kannski má ekki skrifa hér nema þú þekkir viðkomandi
kveðja
gilli
 
Jóhann  -  30/10 - 2006
Eins og fram hefur komið áður hér í gestabókinni er gert ráð fyrir að fólk komi hér fram undir nafni. Er það sjálfsögð kurteisi um leið og það gefur til kynna að viðkomandi vilji kannast við skrif sín.

Reyndar er þetta greinilega tekið fram hér fyrir ofan.
Kveðja Jóhann.
Jóhann
 
gilli  -  30/10 - 2006
nú nú, bara sléttað það sem maður skrifar.
Hvað ætli hafi verið athugavert við þetta?
Ég má kannski ekki spyrja að því.
gilli
 
Anna Rún Halldórsdóttir  -  22/10 - 2006
hæ hæ
Ekki er búið að ákveða verðið á þorrablótið en það verður ákveðið þegar að nær dregur þorra og allt verður klappað og klárt í sambandi við skemmtiatriði og fleira.
Kveðja
Anna Rún Halldórsdóttir
Anna Rún Halldórsdóttir
 
gilli  -  21/10 - 2006
Já það væri nú gaman að kíkja hér í gestabókina ef einhver hefði eitthvað að segja. Leiðinlegt með tómt rusl.
Annars er ég með eina brennandi spurningu.
Hvað kemur til með að kosta á þorrablótið?
Fyrir félagsmenn? Fyrir utanfélags?

toastmaster...
gilli
 
Jóhann  -  20/10 - 2006
Eins og þið hafið væntanlega séð sem hafið kíkt hér inn síðustu daga, þá hefur "Gestabókin" okkar hér á síðunni verið fyllt með ruslpósti.. Þetta er leiðindafyrirbæri og hefur valdið því að mörgum gestabókum hefur verið lokað á netinu, sem ekki má eiga sér stað hjá okkur...

Höfum við fengið allt að 68 ný skilaboð hér inn í "Slóðaformi" á sólarhring, þar sem reynt hefur verið að lokka okkur til að fara inn á allskonar undarlegar síður...

Til að ráða bót á þessu höfum við feðgar nú breytt "Gestabókinni" eins og þið hafið væntanlega tekið eftir. Tilgangurinn er sá að gera þeim aðilum sem stunda svona leiðindi erfiðara fyrir.

Kann ég Nonna bestu þakkir fyrir hjálpina, þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann gefur félaginu vinnu sína og er það ómetanlegt.

Við feðgar gerum ráð fyrir að þið öll þarna úti á netinu, séuð svo vel að ykkur í sögu Íslenskrar sjálfsstæðisbaráttu að dagsetningin ætti ekki að vefjast fyrir ykkur......

Bestu kveðjur til ykkar allra þarna úti og verið nú dugleg við að nota Gestabókina....

webmaster..
Jóhann
 
Rúnar Freyr Rúnarsson  -  8/10 - 2006
Heilir og sælir íslendingar.
Ég verð með kassagítar tónleika í Kolding laugardaginn 14.Okt kl 21.00.
Tónleikarnir verða haldnir á "Republikken" sem er á munkegade niður í miðbæ.
Á tónleikunum flyt ég efni eftir sjálfan mig, bæði á Íslenku og ensku.
Gaman væri að sjá sem flesta íslendinga.
Aðgangseyrir 50DKK

Kv. Rúnar Eff
Rúnar Freyr Rúnarsson
 
Jóhann  -  26/9 - 2006
Það eru komnar myndir hér inná síðuna frá Þorrablótinu 2004 sem var haldið í Vandel Kro, bestu þakkir til Bjarna í Vandel sem á heiður skilið fyrir að senda mér þessar myndir.

Ef fleiri eiga myndir eða eitthvað skemmtilegt úr sögu félagsins væri gaman að komast í það...
Jóhann
 
Guðrún E  -  24/9 - 2006
Anna Rún er formaður.
Guðrún E
 
Reynir Sig  -  21/9 - 2006
Hver er formadur
Kveðja Reynir
Reynir Sig
 
Nína  -  20/9 - 2006
Vildi bara óska nýrri stjórn til hamingju, og þakka fyrri stjórn fyrir frábærar skemmtanir á síðasta starfsári.
Nína
 
Jóhann  -  16/9 - 2006
Að gefnu tilefni skal tekið fram að það er ætlast til að þeir sem skrifa í Gestabókina skrifi nafn sitt og netfang. Að öðrum kosti verða skrifin fjarlægð héðan úr gestabókinni.

Að loknu þessu tuði vil ég bjóða nýju stjórnina velkomna til starfa.
Jóhann
 
Siggi sjálfur  -  14/9 - 2006
Þá er enn einu klakamótinu í knattspyrnu lokið og við Koldingbúar duttum út í 8 liða úrslitum eftir skemmtilegt og erfitt mót. Ég vil þakka öllum sem tóku þátt í þessu með okkur kærlega fyrir. Mætum hressir í Horsens að ári.
Sigurður Þórsson framkvæmdastjóri, fyrirliði og félagi
Siggi sjálfur
 
Reynir  -  2/9 - 2006
Sæll Jói, sendi kvedjur til ykkar allra og vona að það gangi vel hjá ykkur. Er komin heim en mun fylgjast með her á siðunni
Kveðja Reynir Sig
Reynir
 
Jóhann  -  30/8 - 2006
Miklar sögur hafa verið í gangi uppá síðkastið um hvernig endurnýjun vegabréfa (Íslenskra) fari fram. Eftir að hafa haft samband við Sendiráðið í Kaupmannahöfn get ég upplýst eftirfarandi.

Ef þú ert með útrunnið vegabréf í dag og þarft að fá nýtt td. vegna Bandaríkjafarar "er einungis hægt að gera það á Íslandi."

Þetta er þó tímabundið ástand. Sendiráðið fær í seinnihluta september mánaðar, tækjabúnað til þess að geta búið til ný vegabréf. Mun þar eftir verða hægt að hafa samband við Sendiráðið í K.höfn og fá nýtt vegabréf útgefið þar. Þeir mæla með að haft verði samband við Sendiráðið fyrirfram símleiðis og munu þeir þá veita allar nánari upplýsingar.. Síminn hjá Sendiráðinu er: 33 18 10 50 Sjá einnig: http://www.istre.dk/NOTAD/PlakatA2-Vegabref-Nytt.pdf
Jóhann
 
Helgi Jónsson  -  29/8 - 2006
Hef til sölu tvo miða á Rolling Stones í Horsens næstu helgi áhugasamir hafið samband í síma 75518212 eða með email. helgij65@hotmail.com
Helgi Jónsson
 
Gyða Rós  -  27/8 - 2006
Er einhver hér sem er ný fluttur til Vejle og er að bíða eftir að börnin sín byrji i Højen skóla? Væri gaman að heyra frá ykkur, veit að það eiga að vera 2 - 3 ísl börn í þessum bekk.
Kv Gyða Rós
Gyða Rós
 
Jóhann  -  24/8 - 2006
Hæ Ósk, ástæða þess að það hafa aldrei sést neinar myndir frá Þorrablóti félagsins á Vandel Kro er einföld, Félaginu hafa aldrei borist neinar myndir til að birta...!!

Ef þú eða aðrir eigið myndir frá þeim atburði væri það mér sönn ánægja að setja þær upp hér á síðunni, myndirnar má senda til webmaster@istre.dk

Kveðja, Jóhann
Jóhann
 
Osk  -  24/8 - 2006
aldrei hafa sest myndir fra blotinu a Vandel kro.hilsen.Osk
Osk
 
Martin Ágústsson  -  17/8 - 2006
Hæ hæ,
Við fjölskyldan erum að fara að flytja heim um miðjan nóvember og erum með bíl til sölu. Þetta er Ford Mondeo station bíll í mjög góðu standi. Hann er keyrður 200þ '96 árgerð, dökk grænn á lit. Skottið rúmar einstaklega mikið og hefur reynst okkur vel þegar farið er í ferðalög sem og þegar náð er í fólk til Köben með mikinn farangur.
Verðhugmynd er um 50.000 dkr og hægt er að ná í mig í síma +45 31772708 eða á e-mailið vikingur27@hotmail.com
Martin Ágústsson
 
Gyða Rós  -  4/8 - 2006
Takk kærlega fyrir þetta Anna:)
Kv Gyða Rós
Gyða Rós
 
Anna Rún Halldórsdóttir  -  2/8 - 2006
Sæl Gyða Rós ;O) Í Vejle er hægt að fara í sprogskolen, sem er fyrir byrjendur og aðeins lengra komna. Hann er staðsettur Klostergade 4
7100 VejleTlf. 7572 0188 Fax.: 7582 3516,http://www.sprogcentret-vejlekom.dk/ og svo hins vegar er hægt að fara í VUC fyrir þá sem að lengra eru komnir og vilja læra dönsku á því leveli sem að nemur 9-10 bekkjar í DK og upp í framhaldsskóla. VUC Vejle er staðsett á Boulevarden 25 7100 Vejle Tlf. 7643 6100 Fax.:7643 6101. Vona að þetta komi að einhverju gagni. Kveðja Anna Rún
Anna Rún Halldórsdóttir
 
Gyða Rós  -  1/8 - 2006
Hæ, hæ ég og fjölskylda mín erum ný flutt til Vejle og okkur langar að vita hvot einhver gæti bent okkur á góðan málaskóla hér í Vejle?
Kær kveðja Gyða Rós
Gyða Rós
 
Elinborg  -  26/7 - 2006
afsakið gleimdi að setja inn E-mail, elinborg8@msn.com
sími 0033298750784, gsm 0033626926443
Elinborg
 
Elinborg  -  26/7 - 2006
Hæ öll við erum að flytja til Íslands í lok ágúst og leitum að nýju heimili fyrir geldan kött sem er 10 ára hann er gulbröndóttur og einstaklega kélin, mjög þrifin og hefur ennþá gaman af því að leika sér með gerfi mýs og bolta, endilega hjálpið okkur að finna gott heimili fyrir hann, við verðum á leið um Danmörk 17-18 ágúst.
Bestu kveðjur og þakkir fyrir hjálpina
Elinborg
 
kolla  -  25/7 - 2006
hæ hæ

við erum ungt par sem erum ad flytja heim til islands um mánaðarmótin ágúst-september, við getum ekki hugsað okkur ad flytja án Týru litlu, en því miður vegna strangra innflutningslaga á íslandi má hún ekki koma til landsins fyrr en um 7 mánaða aldur.
týra er 4 mánaða núna og vanntar gott millitímaheimili hvar sem er i danmörku frá byrjun septembers til endan oktobers.
Týra er hreinræktaður Howavart sem er frekar sjaldgæf en frábær tegund sem á ættir ad rekja til þýskalands.
Howavartar svipar mjög til golden retrivers en verða þó örlitið stærri og pelsmeiri. tegnudin sjálf er þekkt fyrir að vera góður varðhundur og mikil félagsvera, barngóður og hlýðinn.
Týra er frábær hvolpur sem litið fer fyrir innandyra, hún eydir mestum tíma sínum heimafyrir í að liggja og fyljgast med hvad fer fram í húsinu.
hún er glaður hvolpur sem fynnst gaman ad ærlast med bolta úti en þó ekki of lengi i einu, hun vill frekar fá meira krefjandi verkefni eins og ad rúlla sér og hoppa við skipun og fá hrós fyrir. hún er hreinleg og gerir sitt utandyra 3 sinnum á dag. hun hlýdir nafni og skipunum ss. sitja, hoppa, rulla, sleppa og leggjast i bæli. hún er mjög meðfærilegur hvolpur og getur farid i göngutúra og elskar bíltúra og ad sitja afturí bílnum. henni semur vel við aðra hunda sem láta hvolpalæti ekki fara í taugarnar á sér.

Týru bráðvanntar gott heimili í þessa tvo mánuði.
Helst hjá vönu hundafólki sem er til í að kynnast nýrri tegund.En þetta gæti líka verið gott tækifæri t.d. fyrir fjölskyldufólk sem er að husa um ad fá sér hund, þar sem týra er hvolpur á skemmtilegum aldri og þó ordin hreinleg sem er mikill kostur.

við sjáum til þess að gengið sé frá allri pappírsvinnu og bólusetningum í sambandi við heimferð Týru og flúgum út í lok oktober og sækjum hana. einnig kemur til greina ad "millitímaheimilið" geti fengið afnot af bínum okkar wv polo 98 árgerð. og auðvitað eru einhver laun í boði fyrir "ómakið" =)

endilega sendið okkur e-mail á kollaarna@gmail.com eða hafið samband í síma 0045 20 99 04 37

kolla og siggi
kolla
 
Hinrik  -  14/7 - 2006
Hæ hæ. Við erum að flytja til Íslands og vildum heyra hvort einhverjir aðrir væru á leiðinni heim og vildu deila gámi eða hefðu pláss í gámi. Við höfum einnig bíl á dönskum númerum til sölu. Peugeot 306 station, 1.6. Árgerð 2001. Flottur og góður fjölskyldubíll. Verðhugmynd 80.000 Dkk. Nánari upplýsingar í síma 50 55 21 77
Hinrik
 
Snorri Ársælsson  -  7/7 - 2006
Við þökkum kærlega fyrir frábærar móttökur þann 17.juni sl.Það var eis og allir hafi þekt okkur alla týð.Sjáumst vonandi aftur.Kveðjur frá Íslandi.Snorri,Hjördís,Diddi,Guðný
Snorri Ársælsson
 
Baldvin Olafsson  -  28/6 - 2006
Góðan dag, erum 3 strákar að koma til Kolding til að fara í skóla og okkur vantar íbúð. Komum 9.ágúst. Ef einhver rekst á eitthvað gott má hann endilega hafa samband við okkur :) sími er 3546997376 Baldvin svo er emailið alltaf gott ballio@internet.is
Baldvin Olafsson
 
Lotta  -  20/6 - 2006
Takk Jói minn fyrir frábærar myndir. Þú stóðst þig heldur betur vel í myndasmíðinni og líka á sunnudeginum sé ég þótt þú værir kominn með þá litlu í gagnið, he he. Knús frá Lottu og fam.
Lotta
 
Anna Rún Halldórsdóttir  -  19/6 - 2006
Takk kærlega fyrir yndislega helgi öll sömul. Og sendi sérstakar kveðjur til Jóa webmaster sem ad a heidur skilid fyrir allar myndirnar ;O)
Anna Rún og fjölskylda Kolding
Anna Rún Halldórsdóttir
 
Fjola  -  19/6 - 2006
Heil og sæl öllsömul!
Ég vil bara þakka fyrir mig. Okkar ágæta stjórn á sannarlega þakkir skildar fyrir vel skipulagða þjóðhátið og ekki síður Henrik Back velunnari félagsins til margra ára, fyrir að leyfa okkur að nota þessa frábæru aðstöðu hjá sér og alla þá vinnu sem hann leggur í að gera þessa helgi sem ánægjulegasta fyrir okkur öll.
Bestu kveðjur og takk fyrir ánægjulega helgi í góðum félagsskap.
Fjóla
Fjola
 
Lotta  -  18/6 - 2006
Takk fyrir frábæra helgi kæru vinir. Alveg einstaklega vel heppnuð hátið við fjölskyldan skemmtum okkur konunglega. Stjórnin og velunnarar skiluðu af sér góðu starfi og fá sko margar rósir frá mér þó ég segji sjálf frá he he ( var með í skipulagningu í fyrra) þá toppaði þessi hátíð, hátíðina í fyrra. Þið eruð öll frábær, ég hlakka til að hitta ykkur að ári og vonandi í Almstok hjá Henrik grillkonungi. Mér þótti líka mjög gaman að sjá svona marga landa okkar sem voru á ferðalagi og eyddu þjóðhátíðinni með okkur baununum, en vonandi skemmtu þau sér ekki síður en við hin. Vonandi komust þið öll slysa laust heim. Takk takk fyrir mig og mína. Kveðja Lotta Øster Lindet.
Lotta
 
Nína.  -  13/6 - 2006
Við hér í Brörup hlökkum til að mæta á svæði<17.júníhátíðina>. Ekki til umræðu að sleppa því. Mikið er nú gaman að fylgjast með umræðunni hér á síðunni, og gaman er að sjá hvað margir eru ólmir í að hafa áhrif á undirbúinginn fyrir þjóðhátíð og aðrar skemmtanir gott væri ef þetta sama fólk kæmi á aðalfundinn og byði sig fram í stjórnina. En alla vega ætlum við að mæta og skemmta okkur vel einsog undanfarin ár. Hlökkum til að sjá ykkur öll, í góða skapinu og með bros á vör.
Nína og fjölskylda.
Nína.
 
Steinunn og fjølskylda  -  11/6 - 2006
Heil og sæl stjórn Ístres.dk

Er nú ekki "hundakona"...en thykir fáranlegt ad ekki sé leyfilegt ad taka med "heimilisvininn".
Væri ekki rád ad finna svædi thar sem øll fjølskyldan getur verid saman eina helgi??
Steinunn og fjølskylda
 
Maria Oskarsdottir  -  10/6 - 2006
Smá athugasemdir.
Vid erum 5 stór-fjolskyldur a sudurjotlandi sem oll eru med hunda. Vid getum ekki annad en undrad okkur átvi hvers vegna hundar eru ekki leifdir á Tjodhátid, tar sem teir eru leifdir i lestum, strætisvognum, veitingastodum og á mun stærri útihátidir hérna i danmorku. Tetta er mikid skuffelsi fyrir okkur tar sem átti ad fjolmenna straks á fostudeginum og vera i útilegu fram á sunnudag.
Inga Rún og Maria
Maria Oskarsdottir
 
Jóhann  -  9/6 - 2006
"Gilli" ? spyr "Fyrir hvað er borgað 150 kr. á 17. júni ?

Það er hægt að sjá á Auglýsingunni sem vísað er til á forsíðunni.

Þó vil ég reyna að skýra það nánar hér.
Félagið sér um að skaffa tjaldaðstöðu, þangað má koma straks á Föstudeginum og vera fram á Sunnudag. Þar verður hreinlætisaðstaða og hafa flestir einnig getað fengið rafmagn sér að kostnaðarlausu hingaðtil.
Félagið býður til Grillveislu á Laugardagskvöldinu, einnig er reynt að hafa eitthvað fyrir börnin. Félagið hefur verið með sölu á Sælgæti og þessháttar á vægu verði.
Að sjálfsögðu kostar þetta allt einhverja peninga.
Eins og fram kemur í Auglýsingunni er ókeypis fyrir börn yngri en 16 ára ef þau eru í fylgd með fullorðnum, það finnst mér vera mjög réttlátt þar sem barnafjöldskyldurnar eru yfirleitt ekki með fullar hendur fjár og finnst mér allt í lagi að við sem ekki erum með börn með okkur tökum þátt í því að greiða okkar hlut í því að börnin séu með.
Það hefur verið vandamál á ýmsum uppákomum félagsins að fólk er seint til að panta/greiða miða.. Þess vegna er gert ráð fyrir að miðar séu keyptir í "Forsölu" það er annars ekki hægt að vita fyrir hvað margir koma né hversu margir verða í mat. Þeir sem ekki kaupa miða í "Forsölu" geta ekki gert ráð fyrir því að þeim sé ætlaður matur og er því ekki sniðugt að ætla kaupa miða við innganginn, svæðið ber einungis ákveðinn fjölda gesta og ekki hægt að lofa því að allir komist að sem vilja ef ekki er vitað fyrir hversu margir koma. Það hefur ekki komið fyrir hingað til að allir hafi ekki komist inn. Ég gisti sjálfur á tjaldsvæði við Jelling um síðustu helgi, 3 gistinætur fyrir 2 í hjólhýsi (með rafmagni) kostuðu 612 dkr. það er eðlilegt tjaldsvæðaverð. Ég er því meir en sáttur við að borga 300 kr. fyrir 2 nætur ásamt því að fá gott að borða og að hitta ykkur öll...

Ég þakka þér fyrir að spyrja "Gilli" og vona að þetta bull svari spurningu þinni á viðeigandi máta, það eru akkúrat svona umræður sem gætu gert vefinn okkar lifandi og skemtilegann, gott hjá þér.

Ég vil ítreka það við ykkur öll að drífa ykkur nú í að tryggja ykkur miða, þá fáið þið í raun heilmikið fyrir 150 krónurnar..
Jóhann
 
Lotta  -  7/6 - 2006
Ég og mínir ætlum sko að mæta. það var rosalega gaman í fyrra. Þú ættir örugglega að geta borgað fyrir gestina þína Harpa við inngangin alltaf gaman að hitta ísfirðinga en ég er sko ættuð þaðan, besta fólkið. Hittumst með góða skapið og svo ekki sé minnst á góða veðrið í Almstok. Kveðja frá Øster Lindet. Lotta.
Lotta
 
Kitti  -  6/6 - 2006
Sæl verið þið öll sömun. Það er frábært að sjá hversu síðan okkar hefur lifnað við og verður Jóa (webmaster) seint þakkað það nógu oft. TAKK,TAKK,TAKK,TAKK, Jói ("We love you all"). Já, eins og webmasterinn sér, er tölvan mín enn lifandi og þessa stundina er ég í óðaönn að búa til sönghefti fyrir hátíðina miklu. Við sem komum að Vestan erum nefnilega vön því að þar sem einn eða fleiri eru samankomin, er sungið og dansað sem hver getur fram í rauðan dauðann og við sem að hátíðinni stöndum erum sannfærð að allir koma með góða skapið með sér og staðráðin í að eiga skemmtilega stund með hressu og góðu fólki. Sjáumst kát og glöð.
Kitti
 
Harpa Hall  -  6/6 - 2006
Hæ hó jibbí jey... ég verð að mæta á svæðið, þorrablótið fór gjörsamlega framhjá mér og verður þetta því taka 2 á þessu ári hehe en þar sem ég tel það algjörlega lífsnauðsynlegt að mæta á allar íslendingahátíðir hérna í Danaveldinu, mæti ég auðvitað hundlaus en ætla að taka dóttir mína með mér ;o) Og jafnvel nokkra Íslendinga sem verða hér staddir í sumarhúsi, spurning hvort ekki sé hægt að kaupa miða við innganginn ????? Þeir eru flestir hundlausir held ég en eru reyndar frá Ísafirði !!
Hlakka ýkt til að sjá ykkur öll, kát glöð og með 17.júní fána í annari og dildó í hárinu ;o) Ég þekkist amk ;O)
Hey Jói...stubbaknús til þín ;o)
Harpa Hall
 
Jóhann  -  6/6 - 2006
Hæ Dísa,
Ástæða þess að nærveru hunda er ekki óskað á hátíðinni er einföld, þess er óskað að hálfu landeiganda og er sjálfsagt að verða við þeirri ósk.

Vona að þetta svari spurningunni.
Jóhann
 
Dísa  -  5/6 - 2006
Frabært ad fa nyja gestabok. Okkur fjølskylduna langar mikid ad koma a 17.juni hatidina og vid erum øll yfir okkur spennt;) Eeeeen mer finnst alveg rosalega mikill galli vid tetta allt ad hundar eru bannadir. Tad tydir fyrir okkur.. ja bara engin 17.juni hatid. Hver er astædan fyrir tvi ad hundar eru bannadir?

Atti madur annars ekki ad tja skodanir sinar her;)?
Dísa
 
Anna Rún Halldórsdóttir  -  25/5 - 2006
Takk Jói fyrir frábærar breytingar á síðunni ;O) og endilega verið dugleg að kvitta fyrir innlitið og segja ykkar skoðanir ... sjáumst svo hress á 17 júní hátíðinni.
Kveðja Anna Rún
Anna Rún Halldórsdóttir
 
Tryggvi  -  24/5 - 2006
Erum að flytja til Kolding í Ágúst frá Íslandi, hún fer í skóla mig vantar vinnu, ýmsu vanur, mest þó að beita. Vil samt nú vinna í verksmiðju. uppl: 00354 555 1234
Tryggvi
 
Anna  -  24/5 - 2006
Okei: thad er lif a sidunni: 17 rules
Anna
 
Johann  -  24/5 - 2006
Nu þegar það er komin ný gestabók, þá er ekki svo vitlaust að hvetja fólk til að skrifa í hana, svona gestabók getur verið mjög lifandi, og gamann að taka þátt í henni. Við getum skrifað hvað sem okkur dettur í hug í svona gestabók, ef webmaster verður eitthvað súr yfir því sem við skrifum, hendir hann því bara út..

Gestabókin getur til dæmis verið vettvangur til að skiptast á skoðunum um félagið, hvað er vel gert, hvað mætti fara betur,
við erum það mörg og það ólík að það ætti að verða líf hér..

Það eru í sjálfu sér ekki takmörk fyrir því hvað við skrifum, notum bara heilbrigða skynsemi..

Ég vonast til að sjá ykkur sem flest á Almstok 2006......
Johann
 
Árni  -  22/5 - 2006
Hljómar vel með 17 júni hátið, veit einkver kvar er hægt að fá miða og hvað þeir kosta.
Árni
 
Nonni  -  19/5 - 2006
Thå ætti thettad ad virka...
Nonni